top of page

Hugarvald


Huld Aðalbjarnar - Lífsþjálfi

1.

Þjálfun Einstaklinga

Í einstaklingsþjálfun er áhersla lögð á að efla þekkingu og skilning á því hvernig hugurinn getur haft áhrif á lífið meðvitað og ómeðvitað.

Unnið er með þá þætti og áskoranir sem viðkomandi vill hverju sinni vinna með til að efla eigin lífsgæði til lengri tíma og þangað sem stefnt er.

2.

Þjálfun Hópa

Í hópþjálfun er lögð áhersla á að efla sameiginlega þekkingu og skilning þátttakenda á því hvernig hugurinn getur haft áhrif á lífið, bæði meðvitað og ómeðvitað.

 

Unnið er saman með þá þætti og áskoranir sem hver og einn vill takast á við, í því skyni að auka lífsgæði allra þátttakenda og stuðla að jákvæðri þróun til lengri tíma. Með stuðningi annarra þátttakenda getur sú vegferð oft orðið auðveldari.

3.

Fjarþjálfun

Í fjarþjálfun er lögð áhersla á að veita sömu gæði og stuðning og í hefðbundinni lífsþjálfun, en með sveigjanleikanum sem fylgir því að geta tekið þátt hvar sem er í heiminum. Þátttakendur fá tækifæri til að efla skilning sinn á hvernig hugurinn getur haft áhrif á lífið, bæði meðvitað og ómeðvitað, á þeim tímum og stöðum sem þeim hentar best.
 

Unnið er í gegnum Zoom, sem gerir þjálfunina aðgengilega á einfaldan og öruggan hátt. Þátttakendur geta unnið með þá þætti og áskoranir sem skipta þá mestu máli í þeirra eigin umhverfi, hvort sem þeir eru heima, á ferðalagi eða í vinnunni.

4.

Námskeið og fyrirlestrar

Við bjóðum upp á tilbúin námskeið sem fjalla um vinsæl málefni lífsþjálfunar, sem og sérsniðin námskeið og fyrirlestra sem eru mótuð að sérstökum þörfum fyrirtækja, stofnana eða hópa.

 

Við vinnum með bæði einstaklinga og hópa til að tryggja að efnistök séu bæði áhugaverð og hagnýt.

Therapy Sessions
Hvað er lífsþjálfun?

Lífsþjálfun er eins og að fá persónulegan leiðbeinanda fyrir hugann!

Hún hjálpar þér að stjórna hugsunum, efla sjálfstraust og ná markmiðum. Í gegnum lífsþjálfun lærir þú að takast á við hindranir, breyta vana og skapa það líf sem þú vilt lifa.

 

Þær aðferðir sem Hugarvald - Lífsþjálfun byggir starf sitt á leggja sérstaka áherslu á að þekkja og breyta neikvæðum hugsunum, setja skýr markmið og finna jafnvægi í lífinu. Lífsþjálfun er verkfærasett fyrir hugann sem getur umbreytt því hvernig þú hugsar og upplifir lífið – til hins betra!

Untitled design.png
Um mig

Huld Aðalbjarnardóttir – Lífsþjálfi & Kennari
 

Huld er lífsþjálfi og kennari með menntun frá The Life Coach School í Bandaríkjunum og  Kennaraháskóla Íslands. Hún hefur víðtæka reynslu af því að vinna með fjölbreyttu fólki í gegnum störf sín í kennslu, mannauðsmálum, starfsmannahaldi og stjórnun.

 

Í dag starfar Huld sem lífsþjálfi og kennari hjá Hugarvald – Lífsþjálfun þar sem hún nýtir ástríðu sína fyrir því að hjálpa fólki að ná fram sínu besta – hvort sem það er í starfi eða einkalífi.

 

Með léttleika, hlýrri fagmennsku og dass af húmor leiðir Huld fólk í átt að nýjum tækifærum og markmiðum.

Beint samband við Huld: 
huld@hugarvald.is

Áhersluatriðin

Lífsþjálfun snýst um að hjálpa þér að ná meiri stjórn á eigin lífi með fimm lykiláherslum: Hugarstjórnun, þar sem þú lærir að breyta hugsunum til að bæta upplifun þína af lífinu; sjálfsvitund og tilfinningagreind, sem eykur skilning á eigin tilfinningum og samskiptum; markmiðasetningu og árangri, með skýrum aðgerðaáætlunum til að ná persónulegum og faglegum markmiðum; breytingum á vana, sem stuðlar að nýjum, jákvæðum lífsstíl; og að lokum jafnvægi og vellíðan, þar sem lífsþjálfun hjálpar þér að finna betra jafnvægi milli vinnu, fjölskyldu og eigin þarfa.

1.

Hugarstjórnun

2.

Sjálfsvitund & Tilfinningagreind

3.

Markmiðasetning & Árangur

4.

Breytingar & Vanaþjálfun

5.

Jafnvægi & Vellíðan

Þeir sem njóta leiðangursins fara lengra en þeir sem njóta áfangastaðarins

Lao Tse c.a. 500 F.Kr.

Víðiholt
641 Húsavík - Ísland

huld@hugarvald.is

 

S: (+354)848-2205

  • Facebook

Viðtals- og vinnutími eftir samkomulagi.

© 2024 by Huld Aðalbjarnardóttir. Powered and secured by Wix

bottom of page