Sjálfsrækt til betri lífsgæða
Öxarfjörður - Borgarfjörður Eystri - Eyjafjörður
.png)
Sjálfsræktarnámskeið við hinn töfrandi Eyjafjörð
Langar þig til að ná betri stjórn á eigin lífsgæðum? Hafa áskoranir streitu og/eða breytingarskeiðs heimsótt þig eða þína?
Huld Aðalbjarnardóttir kennari og lífsþjálfi varpar ljósi á aðferðir lífsþjálfunar til að gera gott líf enn betra. Námskeiðið hentar jafnt einstaklingum sem og pörum eða vinum.
Staðsetning og fyrirkomulag:
Námskeið hefst kl. 10:00 Laugardaginn 8. febrúar og lýkur sunnudaginn 9. febrúar kl. 16:00. Á milli kennslulota verður góður tími til samveru, útiveru eða jafnvel einveru ef svo ber undir.
Skráning og frekari upplýsingar:
huld@hugarvald.is eða í síma 848 2205. Hægt er að skrá sig til 01. febrúar.
Námskeiðsgjald: 66.000 kr. Athugið að námskeiðsgjöld fást niðurgreidd hjá mörgum stéttarfélögum.
Gisting frá kr. 26.500 pr mann í tvær nætur miðað við tvo í herbergi
Fullt fæði frá kr. 18.700,- pr mann
Herbergjabókanir og frekari upplýsingar um gistingu og fæði: hotelnatur@hotelnatur.com