2.
Hópþjálfun
Í hópþjálfun er lögð áhersla á að efla sameiginlega þekkingu og skilning þátttakenda á því hvernig hugurinn getur haft áhrif á lífið, bæði meðvitað og ómeðvitað. Unnið er saman með þá þætti og áskoranir sem hver og einn vill takast á við, í því skyni að auka lífsgæði allra þátttakenda og stuðla að jákvæðri þróun til lengri tíma.
Að breyta vana tekur tíma, skilning og æfingu. Í hópumhverfi verður sú vegferð oft auðveldari með stuðningi annarra þátttakenda. Með forvitni, auknum skilningi og mildi í garð sjálfs og hópsins verður leiðin greiðari – og með smá dassi af húmor getur hún orðið virkilega skemmtileg.
Hópþjálfun fer annað hvort fram í gegnum Zoom eða í fundarherbergi.
Fyrir bókanir og frekari upplýsingar um hóptíma er upplagt að hafa samband: huld@hugarvald.is