top of page

4.

Fyrirlestrar og námskeið

Fyrirlestrar og námskeið hjá lífsþjálfa leggja áherslu á vaxandi þekkingu og sjálfsskilning

Hugarvald - Lífsþjálfun býður upp á fjölbreytt námskeið og fyrirlestra í umsjón Huldar Aðalbjarnardóttur lífsþjálfa og kennara. Huld er útskrifaður lífsþjálfi frá Life Coach School í Bandaríkjunum en aðferðir lífsþjálfa veita þátttakendum einstakt tækifæri til að efla sjálfa sig og þróa persónulega færni sem getur umbreytt bæði lífi og starfi. Aðferðir Life Coach School eru leiðandi í lífsþjálfun og en Huld leggur sérstaka áherslu á hugarstjórnun, sjálfsvitund og markmiðasetningu – allt mikilvægar undirstöður til þess að ná varanlegum árangri í lífinu.
 

Kostir þess að sækja námskeið hjá lífsþjálfa:
 

  • Ný innsýn og verkfæri: Þú lærir að stjórna eigin hugsunum og tilfinningum til að taka meðvitaðri ákvarðanir og vinna að markmiðum þínum með skýrari sýn.
     

  • Bætt sjálfstraust og sjálfsskilningur: Færni í að þekkja hindranir og vinna í gegnum þær leiðir til aukins sjálfstrausts og sjálfsskilnings.
     

  • Aðlögun að breyttum aðstæðum: Hvort sem þú ert að takast á við nýjar áskoranir, breytingar í starfi eða persónulegu lífi, gefur þjálfunin þér verkfæri til að sigla í gegnum þær.
     

  • Sveigjanleiki: Námskeiðin og fyrirlestrarnir eru bæði í boði á staðnum eða í gegnum netið, sem gerir þátttöku aðgengilega fyrir alla, hvar sem er í heiminum.
     

Hefðbundin og sérsniðin námskeið og fyrirlestrar
 

Við bjóðum upp á tilbúin námskeið sem fjalla um vinsæl málefni lífsþjálfunar, sem og sérsniðin námskeið og fyrirlestra sem eru mótuð að sérstökum þörfum fyrirtækja, stofnana eða hópa. Við vinnum með bæði einstaklinga og hópa til að tryggja að efnistök séu bæði áhugaverð og hagnýt.
 

Möguleg efni fyrir námskeið og fyrirlestra:

  • Sjálfsrækt til betri lífsgæða

  • Foreldrahlutverkið: Streita eða áskoranir

  • Að takast á við nýtt hlutverk með gleði og forvitni

  • Hugarstjórnun og tilfinningagreind

  • Markmiðasetning og eftirfylgni

  • Að auka sjálfstraust og þróa sjálfsaga

  • Að sigra sjálfsþvingandi hugsanir og neikvæðni

  • Jákvæð hugarfarsþjálfun til að takast á við áskoranir

  • Jafnvægi á milli vinnu og einkalífs

  • Leiðtogafærni og áhrifarík samskipti
     

Sérsniðin námskeið og fyrirlestrar

 

Við vinnum náið með fyrirtækjum og hópum til að móta sérsniðin námskeið sem taka mið af þörfum viðkomandi. Hvort sem markmiðið er að auka starfsánægju og afköst starfsmanna, bæta samvinnu innan hóps eða efla leiðtogahæfni, þá er hægt að sérsníða námskeið að þínum þörfum.

Fyrir frekari upplýsingar er upplagt að hafa samband: huld@hugarvald.is

Víðiholt
641 Húsavík - Ísland

huld@hugarvald.is

 

S: (+354)848-2205

  • Facebook

Viðtals- og vinnutími eftir samkomulagi.

© 2024 by Huld Aðalbjarnardóttir. Powered and secured by Wix

bottom of page