3.
Fjarþjálfun
Í fjarþjálfun er lögð áhersla á að veita sömu gæði og stuðning og í hefðbundinni lífsþjálfun, en með sveigjanleikanum sem fylgir því að geta tekið þátt hvar sem er í heiminum. Þátttakendur fá tækifæri til að efla skilning sinn á hvernig hugurinn getur haft áhrif á lífið, bæði meðvitað og ómeðvitað, á þeim tímum og stöðum sem þeim hentar best.
Unnið er í gegnum Zoom, sem gerir þjálfunina aðgengilega á einfaldan og öruggan hátt. Þátttakendur geta unnið með þá þætti og áskoranir sem skipta þá mestu máli í þeirra eigin umhverfi, hvort sem þeir eru heima, á ferðalagi eða í vinnunni.
Kostir þess að stunda lífsþjálfun í gegnum fjarfundabúnað eru margir:
-
Sveigjanleiki í tíma og stað
-
Sparnaður á ferðakostnaði og tíma
-
Þátttaka í persónulegu og öruggu rými
-
Auðvelt aðlögunarferli, þar sem þjálfunin er aðgengileg hvar sem er
Fjarþjálfun fer fram í gegnum Zoom og býður upp á sömu djúpu tengslin og hefðbundin fundir.
Verð: Stakur tími 60 mín: 12.000,-
6 skipta kort (6*60 mín): 66.000,-
Mælt er með 6 skipta korti til betri árangurs.